Lánasjóður íslenskra námsmanna tapaði tólf dómsmálum á árunum 2015 til 2017 fyrir héraðsdómi og fimm dómsmálum í Hæstarétti Íslands.
Alls hefur Lánasjóðurinn unnið 868 dómsmál fyrir héraðsdómi og sex dómsmál í Hæstarétti Íslands á sama tíma.
Þá hafa verið gerð dómsátt í 168 dómsmálum fyrir héraðsdómi en engin í Hæstarétti á þessum þremur áru, það er frá 2014 til 2017.
Til viðbótar voru 103 dómsmál felld niður eftir þingfestingu á tímabilinu þar sem lántaki greiddi lán sín á þann hátt að þau komust í skil eða hann samdi um vanskilaskuldabréf eftir þingfestingu. Þá var 21 dómsmáli Lánasjóðs íslenskra námsmanna ólokið um áramótin 2017–2018 fyrir héraðsdómi og fjórum dómsmálum í Hæstarétti Íslands.