- Advertisement -

Lilja vill þrengja að airbnb í heimahúsum

„Önnur ákvæði laganna eru jafnframt til skoðunar í þessu samhengi.“

„Miðar breytingin að því að binda útgáfu rekstrarleyfis því skilyrði að starfsemin fari fram í samþykktu atvinnuhúsnæði. Slík breyting myndi sjálfkrafa koma í veg fyrir að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi færi fram í íbúðarhúsnæði, þrátt fyrir að skipulag sveitarfélags heimilaði atvinnustarfsemi á umræddu svæði. Önnur ákvæði laganna eru jafnframt til skoðunar í þessu samhengi,“ segir í svari frá ráðuneyti Lilju, til ff7.is.

Lilja segir ekki hægt að loka á það sem þegar er í gangi:

„Þar er jafnframt bent á að það myndi leiða til bótaábyrgðar ríkisins ef eldri rekstrarleyfi yrðu skert. Þegar aðstoðarkona ráðherra er spurð hvort það þýði að ekki sé hægt að hrófla við þeim gistirekstri sem núna er í íbúðahúsnæði þá segir í svarinu að meginreglan sé sú að lög hafa ekki afturvirk áhrif.“

„Þetta er hins vegar eitt af þeim atriðum sem eru til nánari skoðunar og mun skýrast nánar þegar frumvarpið kemur fram í samráðsgátt stjórnvalda á næstu vikum.“

En í næsta mánuði er svo von á frumvarpi frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um að takmarka úthlutanir á gistileyfum við atvinnuhúsnæði, segir í frétt ff7.is


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: