- Advertisement -

Lilja olli Gunnari Braga vonbrigðum

„Þetta er mjög mikilvægt og ég hvet ráðherra til að halda áfram að jafna stöðu karla og kvenna innan þessarar merku stofnunar sem þetta ráðuneyti er.“

Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er vonsvikinn með hvernig arftaki hans í ráðuneytinu, Lilja Dögg Alfreðsdóttir hélt á málum kvenna í ráðuneytinu, eftir að hún tók við.

„Eitt tókst því miður ekki sem lagt var af stað með seinni hluta árs 2015 og fyrri hluta árs 2013, það var að gera fyrstu konuna að ráðuneytisstjóra í ráðuneytinu. Þegar ráðherraskiptin urðu um vorið 2016 var búið að ganga frá öllum pappírum. Það var búið að skrifa undir að kona yrði gerð að ráðuneytisstjóra, en sá ráðherra sem tók við ákvað hins vegar að geyma það og gera það ekki, sem er miður. Ég treysti núverandi ráðherra fyllilega til þess að skoða það vandlega næst þegar að því kemur að lyfta konum enn frekar upp og gera loksins konu að ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu,“ sagði Gunnar Bragi í þingræðu.

Hann talaði nokkuð um eigin verk í ráðuneytinu, einkum hvernig honum tókst að auka vegsemd kvenna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Á árunum 2013–2014 voru fjórar konur skipaðar nýir sendiherrar. Mér til mikillar gleði held ég að þrjár af þeim séu núna að fara á eða komnar „á póst“, eins og sagt er, og ein reyndar líklega að ljúka veru sinni þar.“

„Næsta sumar verði konur í meiri hluta þeirra sem gegna sendiherrastöðu í tvíhliða sendiráðum Íslands. Þetta er afar ánægjulegt að sjá. Þetta væri hugsanlega ekki hægt að gera nema vegna þess að á árunum 2013–2016 var farið í að fjölga konum í sendiherrastöðum umtalsvert mikið. Af heildarfjölda voru þær 26% 2013, en 31% 2016. Á sama tíma voru konur gerðar að yfirmönnum í ráðuneytinu til jafns við karlmenn. 2013 voru þær 17% af yfirmönnum ráðuneytisins en 50% árið 2016, eða vorið 2016, sem er mjög mikilvægt. Og áfram verður að halda. Ég vil hvetja hæstv. ráðherra til að halda áfram að jafna hlut kynjanna og óska honum líka til hamingju með að vera búinn að fá jafnlaunavottunina. Þetta er mjög mikilvægt og ég hvet ráðherra til að halda áfram að jafna stöðu karla og kvenna innan þessarar merku stofnunar sem þetta ráðuneyti er,“ sagði hann og bætti við:

„Á árunum 2013–2014 voru fjórar konur skipaðar nýir sendiherrar. Mér til mikillar gleði held ég að þrjár af þeim séu núna að fara á eða komnar „á póst“, eins og sagt er, og ein reyndar líklega að ljúka veru sinni þar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: