- Advertisement -

Lilja liggur á gögnunum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

„Ég er hér í svipuðum erindagjörðum en það var þann 12. mars sem ég lagði fram fyrirspurn til skriflegs svars til hæstvirts menntamálaráðherra um forsendur að baki áfrýjun dóms, spurningar sem varða dómsmál sem er afar umdeilt í íslensku samfélagi, vil ég leyfa mér að segja, enda er það höfðað í nafni íslenska ríkisins gegn konu sem hafði unnið mál í Héraðsdómi Reykjavíkur sem staðfesti að á henni hefðu verið brotin landslög,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

„Spurningin laut að því hvaða lagalegu ráðgjöf hæstvirtur menntamálaráðherra hafi þegið á þeim fjórum klukkustundum sem tók hana að ákveða að áfrýja þessu máli til Landsréttar. Hér ættu ekki að vera flókin og umfangsmikil gögn að baki. Þetta er ekki tölfræði eða neitt slíkt heldur: Við hverja ráðfærði ráðherrann sig? Hvaða lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu á þessum fjórum klukkustundum að þetta væri góður vegur að feta? Mér skilst að ráðherra eigi að hafa 15 daga til að svara þessu. Þeir eru augljóslega liðnir. Um mánuði síðar óskaði hún eftir viðbótarfresti. Ég vek athygli á því að það eru 17 þingfundir eftir. Það skiptir máli að Alþingi fái þessi fyrir þinglok og ég biðla til virðulegs forseta um að liðsinna þinginu nú við þetta og fá fram þessi svör frá menntamálaráðherra,“ sagði Þorbjörg Sigríður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: