Lilja Alfreðsdóttir hikar hvergi í leikfléttunni um að draga hið galna dómsmál sitt fram yfir kosningar. Sama hvað tautar og raular. Saklausri konu er fórnað sem og peningum ríkisins og fjöldi fólks þarf að vinna að þessum auma málatilbúnaði Lilju Alfreðsdóttur.
Nú á að treysta á að Landsréttur dæmi ekki í málinu fyrr en að loknum kosningum í haust. Aðrir flokkar munu tipla á tánum í málinu. Vel má vera að þeir þurfi að styðjast við Framsókn í stjórnarmyndun í haust.
Vald ráðherra til að leggjast á líf annars fólks er alltof mikið. Málið er allt tilkomið vegna innanflokksmála hjá Framsókn. Það er skömm af þessu.
-sme