„Að öllum líkindum þarf að hækka eftirlaunaaldur á Íslandi. Það yrði liður í því að auka hagsæld hér á landi og um leið fæli það í sér kerfisbreytingu sem væri til þess fallin að ryðja hindrunum úr vegi á vinnumarkaði,“ segir Lilja Dögg Alferðsdóttir varaformaður Framsóknar í Moggafrétt.
„Hún segir mikla þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði, þá sérstaklega kvenna, hafa lagt grunn að þeirri hagsæld sem við búum við í dag en til að sporna við fækkun á vinnumarkaði á komandi árum þurfi að gefa einstaklingum kost á því að starfa lengur,“ segir hún í fréttinni.
„Við þurfum að vera opið hagkerfi og þegar það er skortur á vinnuafli þá tel ég að við eigum að vera opin fyrir því að fólk geti komið hér og starfað, annaðhvort tímabundið eða ef fólk vill setjast hér að,“ segir Lilja Dögg aðspurð um frekari breytingar sem ráðast þarf í. Meðal þess sem rætt er í þættinum er staða mála í Japan en þar ríkir nú krísuástand í efnahagsmálum sökum skorts á vinnuafli.