- Advertisement -

Lilja Björk bankastjóri veit ekki

Gunnar Smári skrifar:

Í Kastljósi í gær var rætt við konu um afleiðingar kórónakreppunnar á fjárhag almennings sem samkvæmt ársreikningi Landsbankans var með 50,2 m.kr. í laun og hlunnindi í fyrra. Það gera um 4.183.333 kr. á mánuði eða 13,6faldar grunnbætur atvinnulausra. Til hvers var verið að spyrja hana? Og um hvort bankinn gæti beðið þar til fólk og fyrirtæki hefðu efni á að borga afborganir af lánum? Bankinn getur beðið til eilífðar með útistandandi lán á vöxtum, að ekki sé talað um á yfirdráttar- og vanskilavöxtum. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, eða Landsbankinn sjálfur eru í engri hættu vegna efnahagssamdráttarins, bæði hún og bankinn eru fullkomlega örugg með sitt.

Hvernig væri að fá einhvern í Kastljós sem hefur upplifað atvinnuleysi og efnahagsþrengingar, afkomuótta og að þurfa að neita sér um nauðsynjar; mat, læknishjálp, tómstundir? Einhvern sem veit á hvaða tímum hann lifir. Lilja Björk veit það ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: