- Advertisement -

Lífskjarasamningur fyrir hverja?

Í fyrra hagnaðist einn útgerðarmaður um 5,6 milljarða sem er rúmlega það sem veiðigjöldin verða á næsta ári.

Logi Einarsson skrifaði:

Ríkisstjórnin hefur talað mikið um einhverskonar lífskjarasamning en treystir sér ekki til að láta hann ná til aldraðra og öryrkja. Þau uppskera umtalsvert minna en samið var um í kjarasamningum í vor; fá 3,5% hækkun og munu því, miðað við fyrirliggjandi verðbólguspá, hafa minna milli handanna en áður.

Til að setja forgangsröðunina í samhengi verða veiðigjöld útgerðarinnar 5 milljarðar, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Minna en kostnaður ríkisins af því að hafa eftirlit með auðlindinni. Fyrir tveimur mánuðum sögðu þau að þau yrðu 7 milljarðar. Gjöldin voru 11,2 milljarðar þegar þessi ríkisstjórn tók við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Útgerðin hefur á 10 árum greitt sér 100 milljarða í arð en veiðigjöld á sama tímabili voru rúmlega helmingur þeirrar upphæðar.

Í fyrra hagnaðist einn útgerðarmaður um 5,6 milljarða sem er rúmlega það sem veiðigjöldin verða á næsta ári.

Það er ömurlegt að ríkisstjórnin leyfi sér að nota orðið lífskjarasamningur um útfærslu sem hyglir hinum ríkustu en nær ekki til þeirra fátækustu.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: