Fréttir

Lífskjarasamingurinn eykur atvinnuleysi

By Miðjan

May 21, 2020

„Það blasir við að fyrirtæki landsins munu eiga erfitt með að standa undir launahækkunum sem samið var um í Lífskjarasamningnum og að fylgja þeim eftir mun við núverandi aðstæður einungis leiða til meira atvinnuleysis en ella,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, nýendurkjörinn formaður SA, í ársskýrslu samtakanna.

„Því miður er engin samstaða um það í verkalýðsforystunni að taka mið af aðstæðum, sem eiga sér enga hliðstæðu í sögu okkar, né ríkir samstaða um að finna leiðir til að tryggja sem best atvinnu fólks og hag fyrirtækjanna sem greiða laun þess. Tjón þeirrar sundrungar er þegar orðið mikið og mun fara vaxandi. Fyrir því verður launafólk fyrst og fremst,“ segir Eyjólfur Árni.