- Advertisement -

Lífleg viðskipti með fasteignir 2015

Neytendur Alls var þinglýst um 6.900 kaupsamningum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015, sem var 17,5% aukning frá árinu áður. Viðskiptin í fyrra voru um 16% fleiri en verið hefur að jafnaði síðustu 13 ár. Aukningin frá árinu 2009 hefur verið stöðug en þó er aukningin í fyrra mun meiri en síðustu 3 árin þar á undan. Viðskipti með sérbýli hafa aukist meira en viðskipti með fjölbýli á síðustu þremur árum eftir að hafa aukist minna næstu 3 árin þar á undan.

11.01.2016Þróunin hefur verið upp á við í öllum sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri Hagsjá var fjallað um hversu lítið af nýju húsnæði hafi komið inn á markaðinn á síðustu árum. Þar kom m.a. fram að hlutfall nýrra íbúða hefur verið mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, að jafnaði lægst í Reykjavík, en mun hærra t.d. í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.

Myndin í fjórum bæjum utan höfuðborgarsvæðisins er svipuð og gildir um höfuðborgarsvæðið. Mikil aukning hefur alls staðar orðið á viðskiptum frá árinu 2009.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Sjá nánar hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: