Hvert verður framhald Samherjamálsins. Hér eru tvö innlegg í umræðuna. Tveir fyrrverandi ráðherrar sem spá ólíku framhaldi. Júlíus Sólnes, sveitungi þeirra Samherjamanna, er svo sem ekki viss um framhald málsins. Oddný Harðardóttir er viss um að málið verði vendipunktur.
Júlíus Sólnes: Ég reikna með, íslenzk stjórnvöld og embættismannakerfi muni þagga þetta mál niður, eða taka undir með Samherjamönnum, að þetta hafi allt verið Jóhannesi að kenna. Ef það gerist, eru stjórnvöld á Íslandi ekki hætishót betri en spilltustu stjónvöld í Afríku.
Oddný Harðardíttir: Siðspilling og græðgi. Mútur, skattsvik og peningaþvætti. Arðrán. Kvóti og veiðigjöld. Samherji. Fjölmiðill í þjóðareigu sannar enn einu sinni gildi sitt. Umræða um Samherjaskjölin mun ekki deyja út heldur verða vendipunktur í umræðu um auðlindir okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá, auðlindagjöld og eftirlit með þeim sem fá leyfi til að nýta auðlindir þjóðarinnar.