Ólafur Ísleifsson skrifaði:
Hér er svar félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá mér um skerðingarnar sem aldraðir, öryrkjar og aðrir lífeyrisþegar mega þola. Þetta er á sjötta tug milljarða á ári. Að baki glæsimynd af ríkisfjármálum liggur þessi staðreynd að lífeyrisþegar mega sjá á bak tugum milljarða til að staðan sýnist jafn glæst og haldið er fram.
Svar félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um skerðingar á lífeyri almannatrygginga. Fyrirspurnin hljóðar svo: 1. Hversu mikið skertist lífeyrir almannatrygginga á árinu 2018 vegna: a. atvinnutekna lífeyrisþega, b. greiðslna til lífeyrisþega úr lífeyrissjóðum, c. tekna lífeyrisþega annarra en atvinnutekna og greiðslna úr lífeyrissjóðum? 2. Hversu margir í heild og hversu hátt hlutfall lífeyrisþega sætti skerðingum vegna: a. atvinnutekna, b. greiðslna úr lífeyrissjóðum, c. tekna annarra en atvinnutekna og greiðslna úr lífeyrissjóðum? Svör óskast sundurliðuð eftir því hvort ræðir um elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.
Hér á eftir er tafla sem sýnir skerðingu lífeyris almannatrygginga á árinu 2018 vegna þeirra tekjutegunda sem fyrirspurnin lýtur að. Taflan sýnir jafnframt fjölda og hlutfall þeirra lífeyrisþega sem sættu skerðingum vegna umræddra tekna. Svör eru sundurliðuð eftir því hvort um er að ræða elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþega.
Skerðing | Fjöldi skertir | Fjöldi alls | Hlutfall skertra | |
Ellilífeyrisþegar | ||||
Atvinnutekjur | 1.076 | 1.442 | 35.849 | 4,0% |
Lífeyrissjóðstekjur | 34.192 | 33.189 | 35.849 | 92,6% |
Allar aðrar tekjur | 4.639 | 30.952 | 35.849 | 86,3% |
Allar tekjur | 39.114 | 33.859 | 35.849 | 94,4% |
Örorkulífeyrisþegar | ||||
Atvinnutekjur | 4.074 | 5.089 | 19.400 | 26,2% |
Lífeyrissjóðstekjur | 8.663 | 9.565 | 19.400 | 49,3% |
Allar aðrar tekjur | 1.096 | 9.305 | 19.400 | 48,0% |
Allar tekjur | 15.726 | 18.141 | 19.400 | 93,5% |
Endurhæfingarlífeyrisþegar | ||||
Atvinnutekjur | 278 | 678 | 1.937 | 35,0% |
Lífeyrissjóðstekjur | 414 | 408 | 1.937 | 21,1% |
Allar aðrar tekjur | 92 | 1.262 | 1.937 | 65,2% |
Allar tekjur | 881 | 1.819 | 1.937 | 93,9% |
Taflan er fengin frá Tryggingastofnun ríkisins og miðast við réttindastöðu í júlí 2018.