Fréttir

Lífeyrisþegar sviptur tugum milljarða

By Miðjan

January 20, 2020

Ólafur Ísleifsson skrifaði:

Hér er svar félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá mér um skerðingarnar sem aldraðir, öryrkjar og aðrir lífeyrisþegar mega þola. Þetta er á sjötta tug milljarða á ári. Að baki glæsimynd af ríkisfjármálum liggur þessi staðreynd að lífeyrisþegar mega sjá á bak tugum milljarða til að staðan sýnist jafn glæst og haldið er fram.

Svar félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um skerðingar á lífeyri almannatrygginga.    Fyrirspurnin hljóðar svo:     1.      Hversu mikið skertist lífeyrir almannatrygginga á árinu 2018 vegna:                  a.      atvinnutekna lífeyrisþega,                  b.      greiðslna til lífeyrisþega úr lífeyrissjóðum,                  c.      tekna lífeyrisþega annarra en atvinnutekna og greiðslna úr lífeyrissjóðum?     2.      Hversu margir í heild og hversu hátt hlutfall lífeyrisþega sætti skerðingum vegna:                  a.      atvinnutekna,                  b.      greiðslna úr lífeyrissjóðum,                  c.      tekna annarra en atvinnutekna og greiðslna úr lífeyrissjóðum?    Svör óskast sundurliðuð eftir því hvort ræðir um elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.

    Hér á eftir er tafla sem sýnir skerðingu lífeyris almannatrygginga á árinu 2018 vegna þeirra tekjutegunda sem fyrirspurnin lýtur að. Taflan sýnir jafnframt fjölda og hlutfall þeirra lífeyrisþega sem sættu skerðingum vegna umræddra tekna. Svör eru sundurliðuð eftir því hvort um er að ræða elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþega.

Skerðing Fjöldi skert­ir Fjöldi alls Hlut­fall skertra
Ellilífeyrisþegar
At­vinnu­tekj­ur 1.076 1.442 35.849 4,0%
Lí­f­eyr­is­sjóðstekj­ur 34.192 33.189 35.849 92,6%
All­ar aðrar tekj­ur 4.639 30.952 35.849 86,3%
All­ar tekj­ur 39.114 33.859 35.849 94,4%
Örorkulífeyrisþegar
At­vinnu­tekj­ur 4.074 5.089 19.400 26,2%
Lí­f­eyr­is­sjóðstekj­ur 8.663 9.565 19.400 49,3%
All­ar aðrar tekj­ur 1.096 9.305 19.400 48,0%
All­ar tekj­ur 15.726 18.141 19.400 93,5%
Endurhæfingarlífeyrisþegar
At­vinnu­tekj­ur 278 678 1.937 35,0%
Lí­f­eyr­is­sjóðstekj­ur 414 408 1.937 21,1%
All­ar aðrar tekj­ur 92 1.262 1.937 65,2%
All­ar tekj­ur 881 1.819 1.937 93,9%

Taflan er fengin frá Tryggingastofnun ríkisins og miðast við réttindastöðu í júlí 2018.