- Advertisement -

Lífeyrisþegar fái listamannalaun

Guðmudur Ingi Kristinsson.

„Við erum með ákveðinn útreikning á því hvað þarf til að lifa. Það heita listamannalaun. Ég er ánægður fyrir hönd listamanna sem fá rúmar 392.000 kr. í laun skatta- og skerðingarlaust,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi í gær.

„Og ég spyr mig: Er það ekki viðmið sem við getum látið lífeyrislaunaþega og vinnandi fólk hafa? Við erum með stóran hóp öryrkja, 70%, á tæpum 240.000 kr. sem er síðan skert algjörlega og skattað. Ég segi: Þarna virðist hafa verið búið til viðmið, og sem betur fer fyrir listamenn, sem er flott, en ég spyr mig: Er ekki jafnræði? Hugsið ykkur ef við tækjum þetta til athugunar og settum það inn núna, 392.000 kr. skatta- og skerðingarlaust. Ég er viss um að lífeyrislaunaþegar og öryrkjar myndu fagna því.“

Katrín Jakobsdóttir svaraði þingmanninum:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Katrín Jakobsdóttir.

„Já, ég vil nefna það að listamannalaun eru ekki skattfrjáls. Þau eru verktakagreiðslur áætluð í verkefni, eins og ég þekki þennan heim. Þau eru hins vegar verktakagreiðslur og af þeim greiða listamenn skatt. Þau eru veitt til þriggja mánaða, sex mánaða, eða níu mánaða, það eru ekki margir sem fá laun lengur en í ár, og eru eyrnamerkt tilteknum verkefnum. Háttvirtur þingmaður spyr: Er það eitthvað sem við getum heimfært á alla? Ja, það er a.m.k. allt önnur hugsun á bak við starfslaun listamanna því að þau snúast um að einhver einstaklingur eða hópur geti lokið við tiltekið verkefni og fái til þess tilteknar greiðslur sem, eins og ég sagði, greiddir eru skattar af.“

Þá má spyrja, er ekki göfugasta verkefni allra að lifa af?

Ljósmynd: Raychan.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: