Það er dapurlegt að sjá hvernig lífeyrissjóðirnir hafa hagað sér í þessu mikla vaxtalækkunarferli.
Ég fór og skoðaði þrjá lífeyrissjóði til að kanna hvernig þeir hafa skilað stýrivaxtalækkun Seðlabankans til sinna sjóðsfélaga sem eru með lán hjá sjóðunum.
Það var mjög athyglisvert í ljósi þess að frá því að Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir 3. apríl 2019 þá hefur Seðlabankinn lækkað stýrivextina úr 4,5% í 1,75% eða sem nemur 2,75%
En hvernig skyldi þessi stýrivaxtalækkun hafa skilað sér til sjóðfélaganna?
- Hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru fastir verðtryggðir vextir 1. apríl 2019 3,60% eru í dag 3,20% og hafa því lækkað um 0,40%
- Hjá lífeyrissjóðnum Festu voru fastir verðtryggðir vextir 1. apríl 2019 3,70% eru í dag 3,50% og hafa því lækkað um 0,20%
- Hjá lífeyrissjóðnum Gildi voru fastir verðtryggðir vextir 1. apríl 3,55% eru í dag 3,45% sem þýðir að Gildi lífeyrissjóður og hafa því lækkað 0,10%
Ég vil minna enn og aftur á að fyrir Lífskjarasamningana sem undirritaðir voru 3. apríl 2019 voru stýrivextir Seðlabankans 4,5% og markmið lífskjarasamningana var að ná niður vöxtum til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna.
Seðlabankinn var svo sannarlega tilbúinn að fara í þessa vegferð með okkur í verkalýðshreyfingunni, enda hefur Seðlabankinn lækkað stýrivextina úr 4,5% í 1,75% eða sem nemur 2,75%
En hugsið ykkur á sama tíma og þessi gríðarlega stýrivaxtalækkun á sér stað þá virðist fjármálakerfinu ekki detta til hugar að taka þátt í þessu, enda hefur fjármálakerfið einungis skilað litlum hluta af þessari vaxtalækkun til neytenda.
Það er dapurlegt að sjá hvernig lífeyrissjóðirnir hafa hagað sér í þessu mikla vaxtalækkunarferli sem Seðlabankinn er búinn að gera eftir að Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir 3. apríl 2019. Seðlabankinn lækkað stýrivextina um 2,75% en á sama tíma hafa þessir þrír lífeyrissjóðir skilað einungis frá 0,10% uppí 0,40% vaxtalækkun á verðtryggðum föstum vöxtum.
Það rétt að geta þess að mér sýnist að lífeyrissjóðirnir hafi þó skilað ögn meiri vaxtalækkun á breytilega verðtryggðavexti eða frá 0,70 uppí 1%. Það er samt langt undir þeirri gríðarlegri stýrivaxtalækkun sem Seðlabankinn hefur framkvæmt á einu ári.
Fyrirgefið enn og aftur, en þetta er til skammar fyrir lífeyrissjóðskerfið að skila ekki þessari vaxtalækkun til sinna sjóðfélaga, eins og verkalýðshreyfingin lagði upp með í Lífskjarasamningnum.