- Advertisement -

Lífeyrissjóðirnir eiga meira en áður

Lífeyrissjóðirnir áttu í ágústmánuði um 47,2% af útgefnum hlutdeildarskírteinum í hlutabréfasjóðum. Eignarhluti þeirra hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri og hefur hann ekki verið meiri síðan Seðlabankinn fór að taka saman tölur yfir hlutfallslega skiptingu eignarhalds í september 2011.

Það hefur aftur dregið töluvert úr eignarhluta heimilanna í hlutabréfasjóðum. Frá þeim tíma er Seðlabankinn fór að taka saman tölur yfir hlutfallsskiptingu fór hlutdeild heimilanna í hlutabréfasjóðum hæst í 34% í september 2012 en þá var stærð hlutabréfasjóða ekki nema rétt um þriðjungur af því sem hún eru í dag. Þrátt fyrir að hlutfallsleg eign heimila hafi lækkað hefur heildareign þeirra í hlutabréfasjóðum aukist um 192 m.kr. frá því í desember á síðasta ári.

Það liggur því fyrir að aðrir aðilar eru að bæta hlutfallslega meira við sig í þessu sparnaðarformi en heimilin í landinu.

Sjá nánar hér.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: