Lífeyrissjóðir settu hálfan milljarð til viðótar í United Silicon
Viðskipti Eftir að ljóst var að rekstru United Silicon ákváðu stjórnendur þriggja lífeyrissjóða að verja tæpum hálfum milljarði til viðbótar í hið illa stadda fyrirtæki. Eina skilyrði var að þeir peningar fengju tvöfalt vægi þegar og ef atkvæði verða greidd um rekstur fyrirtækisins.
United Silicon er í greiðslustöðvun og er að auki í ónáð allra. Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður sem allra fyrst.
Sá hálfi milljarður sem lífeyrissjóðirnir þrír, þ.e. Festa, Frjálsi lífeyrissjóðurinn Eftirlaunasjóður flugmanna, er ekki einu peningar úr lífeyrissparnaðinn landsmanna sem eru í stórhættu vegna United Silicon.
Í Morgunblaðinu í dag segir að sjóðirnir þrír hafi varið 2,2 milljörðum til fyrirtækisins. United Silicon er stórskuldugt félag og aflar ekki tekna fyrir rekstri og afborgunum. Meðal þess sem er í stórhættu er sparnaður fjölda Íslendinga.