Fréttir

Lífeyrissjóðir nú virkir hluthafar

By Miðjan

July 03, 2014

Viðskipti „Í ljósi þess hve stór hluthafi lífeyrissjóðurinn er í sumum fyrirtækjum töldum við æskilegt að hann axlaði þá ábyrgð sem því fylgir,“ sagði  segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, um þá ákvörðun sjóðsins að vera virkur hlutafi í þeim félögum þar sem sjóðurinn á hlut. Þetta kemur fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Þar kemur einnig fram að fjórir stærstu lífeyrissjóðir landsins kjósa að vera virkir hluthafar í þeim félögum sem þeir eiga í.

„Eftir hrun urðu lífeyrissjóðir umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði og þá vaknar sú spurning hvort þeir eigi að beita sér, en fyrir hrun voru þeir oftast hlutlausir eigendur. Þá áttu þeir yfirleitt minni hluti í fyrirtækjum en nú og fyrirtækin voru stærri,“ segir í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.