Fréttir

Lífeyrissjóðir halda uppi vaxtakostnaði húsnæðislána

By Miðjan

January 16, 2019

Ragnar Þór Ingólfsson er í merku viðtali í Mogganum í dag. Þar opnar formaður VR á löngu tímabæra umræðu um lífeyriskerfið. Kerfi sem fjarri er sátt um.

„Það má færa rök fyr­ir að kerfið sé bæði offjár­magnað og spyrja hvort launa­tengd gjöld og iðgjalda­hluti líf­eyr­is­sjóðanna séu hugs­an­lega far­in að hafa nei­kvæð áhrif á lífs­kjör al­menn­ings til lengri tíma. Það er margt sem bend­ir til að kerfið sé orðið of íþyngj­andi fyr­ir hag­kerfið og fyr­ir lífs­kjör al­mennt,“ segir Ragnar Þór.

Og svo má lesa þetta:

„Sé litið á ávöxt­un­ar­kröf­una á hag­kerfið út frá inn­lend­um eign­um líf­eyr­is­sjóðanna eru þær á fimmta þúsund millj­arðar og hærri en lands­fram­leiðslan. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir taka því bróðurpart­inn af hag­vext­in­um til sín í kröfu á ávöxt­un sjóðakerf­is­ins. Það er meðal ann­ars gert með því að halda uppi vaxta­kostnaði al­menn­ings af hús­næðislán­um og með því að halda uppi álagn­ingu í smá­sölu­fyr­ir­tækj­um sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir eiga. Þetta ger­ist líka með því að lækka kaup­gjaldið. Það er krafa um lægri vinnu­kostnað og hærri álagn­ingu til að standa und­ir þess­ari kröfu. Þetta get­ur því haft nei­kvæð áhrif á kaup­gjalds­kröf­una.“

Ragnar Þór nefnir fleira í þessu fína viðtali:

„Það er fyrst og fremst kom­inn tími til að end­ur­skoða þetta sjóðsöfn­un­ar­kerfi og þetta fyr­ir­komu­lag. Það er svo margt sem kall­ar á slík­ar breyt­ing­ar. Kerfið er orðið íþyngj­andi fyr­ir al­menn­ing og fé­lags­menn okk­ar og sjóðfé­laga.“

Ragnar Þór bendir á hið augljósa.

„Það má til dæm­is rekja veik­ingu krón­unn­ar að und­an­förnu til þess að líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru að flytja fjár­magn úr landi. Þeir eru að færa meira af sín­um fjár­fest­ing­um sín­um utan, sem er að mörgu leyti gott. Það þarf hins veg­ar að fara var­lega í sak­irn­ar. Ef þetta skerðir lífs­kjör með því að rýra kaup­mátt fólks með veik­ingu krón­unn­ar eru sjóðirn­ir enda farn­ir að vinna í mót­sögn við sjálfa sig,“ sagði Ragn­ar Þór í viðtali við Moggann.