Marga undrar hversu mikið tap er á rekstri Allrahanda. Helmings eignarhlutur lífeyrissjóða er tilefni þess að fólk er spyrjandi.
Einar Steingrímur stærðfræðingur skrifar: Hvernig fara fyrirtæki í svona gullgrafarabisniss að því að tapa? Og af hverju eiga lífeyrissjóðir í því, þegar tveir einstaklingar ráða öllu í fyrirtækinu? Hann birtir síðan tilvitnun í frétt um málið:
„Stærsti hluthafi Allrahanda með 49 prósenta hlut er fjárfestingarfélagið Akur og eru helstu hluthafar þess lífeyrissjóðir. Stofnendurnir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson eiga hvor rúman 25 prósenta hlut.“
Ólafur Hauksson tjáir sig: „Lífeyrissjóðir og Íslandsbanki keyptu í fyrirtækinu þegar uppgangurinn í ferðaþjónustunni virtist engan enda ætla að taka. Á þeim tíma voru t.d. áformaðar 160 milljarða króna fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli og WOW stefndi í að verða eitt af stærri flugfélögum heims. Varla er hægt að álasa atvinnufjárfestum að vilja ekki vera með í slíkri uppsveiflu. En vissulega er auðvelt að vera vitur eftirá.“
Einar Gautur Steingrímsson segir: „Ég er búinn að vera í lögmennsku í áratugi. Þeir sem standa að Allra handa, a.m.k. sumir þeirra hafa ekki verið góðir rekstrarmenn. Lífeyrissjóðir áttu aldrei að fjárfesta í þessu. Þeir áttu að kanna fortíð persóna og leikenda áður en þeir fjárfestu.“