- Advertisement -

„Lífeyrissjóðir áttu aldrei að fjárfesta í þessu“

Viðbrögð Ragnars Þór Ingóflssonar voru ákveðin.

Marga undrar hversu mikið tap er á rekstri Allrahanda. Helmings eignarhlutur lífeyrissjóða er tilefni þess að fólk er spyrjandi.

Einar Steingrímur stærðfræðingur skrifar: Hvernig fara fyrirtæki í svona gullgrafarabisniss að því að tapa? Og af hverju eiga lífeyrissjóðir í því, þegar tveir einstaklingar ráða öllu í fyrirtækinu? Hann birtir síðan tilvitnun í frétt um málið:

„Stærsti hluthafi Allrahanda með 49 prósenta hlut er fjárfestingarfélagið Akur og eru helstu hluthafar þess lífeyrissjóðir. Stofn­end­urnir Þórir Garðars­son og Sig­ur­dór Sig­urðsson eiga hvor rúman 25 prósenta hlut.“


Vissulega er auðvelt að vera vitur eftirá.

Ólafur Hauksson tjáir sig: „Lífeyrissjóðir og Íslandsbanki keyptu í fyrirtækinu þegar uppgangurinn í ferðaþjónustunni virtist engan enda ætla að taka. Á þeim tíma voru t.d. áformaðar 160 milljarða króna fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli og WOW stefndi í að verða eitt af stærri flugfélögum heims. Varla er hægt að álasa atvinnufjárfestum að vilja ekki vera með í slíkri uppsveiflu. En vissulega er auðvelt að vera vitur eftirá.“

Einar Gautur Steingrímsson segir: „Ég er búinn að vera í lögmennsku í áratugi. Þeir sem standa að Allra handa, a.m.k. sumir þeirra hafa ekki verið góðir rekstrarmenn. Lífeyrissjóðir áttu aldrei að fjárfesta í þessu. Þeir áttu að kanna fortíð persóna og leikenda áður en þeir fjárfestu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: