- Advertisement -

Lífeyri aldraðra haldið niðri

Þetta er ein svikamylla. Það er níðst á öldruðum og það er níðst á verkafólki.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Í síðustu blaðagrein minni í mbl. sýndi ég fram á það, að lífeyrir aldraðra hefur ekki tekið lögbundnum hækkunum. Laun hafa hækkað miklu meira en lífeyrir. Einkum var þetta áberandi, þegar síðustu miklar almennar launahækkanir urðu 2015. Þá hækkaði lífeyrir aðeins um lítið brot þess, sem laun hækkuðu.

Þetta var gróft brot á lögum. En lögum samkvæmt á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun. 1995 var skorið á sjálfvirk tengsl milli vikukaups verkafólks og lífeyris aldraðra og ákveðið að í staðinn mundi lífeyrir fylgja launaþróun en þó aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ráðamenn sögðu, að þetta yrði hagstæðara fyrir aldraða en það fór á annan veg. Frá þessum tíma hefur lífeyrir alltaf verið að dragast meira og meira aftur úr í samræmi við laun. Það er búið að hlunnfara aldraða um óheyrilegar upphæðir síðan. Tímabært er að gera þá skuld upp.

Nú leika stjórnvöld sama leikinn við verkafólk; taka sér stöðu með atvinnurekendum og hamra á því að ekki megi hækka laun meira en um einhverja hungurlús. Síðan ætla stjórnvöld að segja, að ekki megi hækka lífeyri meira en laun.

Þetta er ein svikamylla. Það er verið að níðast á öldruðum og það er verið að níðast á verkafólki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: