- Advertisement -

Lifa í ímynduðum veruleika

Nei, Birgir lifir í veröld ríka fólksins og finnst það sjálfsagt að þeir ríku verði alltaf ríkari.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti litið í spegilinn verða þeir að koma sér upp ímynduðum veruleika. Eins og þeim að á Íslandi hafi jöfnuður vaxið mikið og misskipting minnkað. Þeir sem haldi fram að ójöfnuður hafi aukist segi ósatt. „Þeir sem hafa uppi mál­flutn­ing af þessu tagi gera hins vegar yfir­leitt enga til­raun til að rök­styðja þessar full­yrð­ing­ar, enda verður slíkur rök­stuðn­ingur ekki sóttur í töl­fræði­legar upp­lýs­ingar um þró­un­ina hér á landi eða sam­an­burð­ar­tölur frá öðrum lönd­um. Sam­an­burð­ar­hæfar upp­lýs­ingar sýna þvert á móti að tekju­jöfn­uður hér á landi fer vax­andi og mis­skipt­ing minnk­ar,“ segir Birgir Ármannsson.

Ég efast um að Birgir hafi fylgst með fólki sem beið í röðum hjá hjálparstofnunum fyrir jólin, talað við fátæk börn sem ekki geta tekið þátt í öllu tómstundastarfinu eins og börn ríka fólksins, við leigjendur sem ekki eiga fyrir leigunni næstu mánaðamót, við láglaunafólkið sem lifir á ekki á laununum, við fátæka eftirlaunafólkið sem á ekki ofan í sig að éta þrátt fyrir að hafa unnið eins og þrælar allt sitt líf, við öryrkjana sem allt of margir lifa við mjög slæmar aðstæður og einstæðu foreldrana sem þurfa að sjá börnum sínum farborða án þess að geta það.
Nei, Birgir lifir í veröld ríka fólksins og finnst það sjálfsagt að þeir ríku verði alltaf ríkari og það séu færri og færri fjölskyldur sem eiga meira og meira. Honum finnst sjálfsagt að þessi ríkisstjórn geri allt að svo megi verða. En það er auðvitað ekki aukin misskipting að mati Birgis.
Birgir lítur í spegilinn og sér ekki sjálfan sig, heldur einhverja glansmynd af módeli eða fögrum leikara. Sennilega sér hann engin öldrunareinkenni. Og stælta vöðva og sixpack.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: