Fréttir

Líf ullaði á Mörtu

By Miðjan

August 16, 2018

Nýjustu fréttir úr ráðhúsi Reykjavíkur, höfðuborgar Íslands: Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er borin sökum um að hafa ullað á Mörtu Guðjónsdóttir, sem einnig er borgarfulltrúi.

Í borgarráði í dag var bókað:

„Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framkomu tiltekins borgarráðsfulltrúa meirihlutans, fulltrúa Vinstri grænna, í upphafi fundar. Það er ekki sæmandi að borgarfulltrúar leyfi sér þá óháttvísi og dónaskap að ulla framan í aðra fulltrúa. Gera verður þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir setji fram mál sitt með málefnalegum hætti og sýni hverjir öðrum almenna kurteisi. Ljóst er að full þörf er á þeim samskiptareglum sem fulltrúi Flokks Fólksins hefur lagt fram en þar kemur einmitt fram að kjörnir fulltrúar leyfi sér ekki dónaskap á borð við grettur og geiflur eins og gert var í því tilfelli sem fram kemur hér að ofan.“