Fréttir

Líf kemur sjálfri sér til varnar: „Ég er fullorðin kona og tek ákvarðanir mínar sjálf“

By Ritstjórn

May 17, 2022

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, finnur sig knúna til að útskýra betur hvers vegna hún ákvað að taka ekki þátt í meirihlutamyndun með fráfarandi meirihlutaflokkum í borginni. Hún biður borgarbúa um að spara sér allar samsæriskenningar.

Líf birti færslu á Facebook þar sem hún reynir að útskýra mál sitt. Hún þvertekur fyrir að hafa verið beitt einhverjum þrýstingi eða að ákvörðun hennar hafi verið tekin af einhverjum öðrum en henni sjálfri.

„Nú hefur mér verið legið á hálsi um ýmislegt fyrir að standa hjá í meirihlutaviðræðum í bili. En mig langar að segja:Ákvarðanir mínar eru teknar af yfirvegun. Enginn stýrir þeim. Ég ber þær vissulega undir hóp fólks sem ég treysti og sem fylgir mér að málum. Mér finnst ömurlegt að lesa samsæriskenningar. Ég er fullorðin kona í forystu fyrir hreyfingu. Ég tek ákvarðnir mínar sjálf. Og það er gott að finna stuðning Vinstri grænna félaga minna við þær.Sparið ykkur samsæriskenningar góða fólk! Ég vinn fyrir alla borgarbúa. Líka þá sem eru á móti mér,“ segir Líf.

Sjá einnig: Líf Magneudóttir verður að snúast hugur