- Advertisement -

Lettinn tilbúinn í Spánarreisu


Í vetur sem leið vorum við á Spáni. Þar lékum við golf við fólk hvaðaneina frá Evrópu. Þessir herramenn búa nærri Windsorkastala. Þeir eru með eftirminnilegustu sem við lékum með.

Vetur á Spáni: Jobbi á bónstöð Jobba lagði mikla áherslu á að Lettinn minn væri ekki Letti. Sagði hann vera Deawoo, eða eitthvað. Nú er Lettinn klár í langt ferðalag. Aðfaranótt miðvikudagsins ökum við til Seyðisfjarðar og seinna þann dag verða landfestar leystar og við siglum með Norrænu til Hirtshals. Með stuttu stoppi í Þórshöfn í Færeyjum. Til Danaveldis komum við að morgni laugardagsins nítjánda. Þá hefst löng keyrsla til Campoamor á Spáni. Google segir okkur þurfa að aka 2.856 kílómetra. Þeir verða eitthvað fleiri. Kannski þrjú þúsund.

Ferð fyrir okkur tvö, í einkaklefum og bílinn þar sem hann á að vera kostar 14.909 danskar, eða 283.156 á gengi dagsins. Í verðinu er morgunmatur alla dagana og hlaðborð að kvöldi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrsta daginn ökum við nánast beint í suður til bæjarins Todendorf í Þýskalandi. Verðum fimm til sex tíma á keyrslu. Ég splæsti í fínasta herbergi. Kristborg mín óttast að verða sjóveik svo úr varð að keyra ekki um of fyrsta daginn og tryggja góð skilyrði til hvíldar. Fínasta herbergi kostar 12.256 íslenskar, sem verða að sjálfsögðu greiddar með evrum. Það vill enginn í útlöndum krónuna okkar.

Miðað við Google sjálfan höfum við þá lagt að baki rúma 500 kílómetra af þeim kannski þrjú þúsund sem bíða okkar.

Ætla ekki að gera fleiri plön fyrr en um borð í Norrænu.

Ég ætla að skrifa nokkra pistla um vetrarferð okkar Kristborgar. Þessi er um fyrst og fremst um loka áætlun ferðarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: