Sigurjón Magnús Egilsson:
Stjórnarandstaðan er orðin vön aðgerðarleysinu. Í tvö ár hafa þau fátt eða ekkert gert annað en að samþykkja vilja ríkisstjórnarinnar. Áhrif Covid á íslensk stjórnmál eru ótvíræð.
Forystufólk flokkanna fimm sem ekki koma að myndun ríkisstjórnarinnar eiga það sameiginlegt að hreyfa hvorki legg né lið, og það í margar vikur. Ekkert gert til að reyna að koma í veg fyrir stjórnarmyndinuna. Ekki einu sinni er reynt að raska ró þeirra sem stefna á ríkisstjæorn til næstu fjögurra ára.
Stjórnarandstaðan er orðin vön aðgerðarleysinu. Í tvö ár hafa þau fátt eða ekkert gert annað en að samþykkja vilja ríkisstjórnarinnar. Áhrif Covid á íslensk stjórnmál eru ótvíræð.
Í Mogganum er vitnað til orða Stefáns Pálssonar sagnfræðings. Í fréttinni segir:
„Stefán bendir á það að allar hugmyndir á vinstrivæng um myndun vinstristjórnar hafi byggst á því að Framsókn léti til leiðast sem viljalaust verkfæri, en að vinstriflokkarnir hafi ekki að nokkru reynt að tala til framsóknarmanna. Hins vegar sé eftirtektarvert að eftir kosningar hafi stjórnarandstaðan algerlega haldið sig til hlés og ekki reynt að hreyfa öðrum stjórnarmöguleikum.“
Hárrétt hjá Stefáni. Vantar þetta fólk áhuga á að vera í ríkisstjórn eða vantar dugnað? Eða hvoru tveggja?