- Advertisement -

Leti Brynjars og annarra Sjálfstæðisflokksmanna er mikið mein

Gunnar Smári skrifar:

Öll svik gagnvart hinu opinbera eru framin af hinum ríku.

Ef Brynjar Níelsson væri ekki eins latur og hann er, væri hann líklega búinn að átta sig á þessi kenning nýfrjálshyggjunöttara að öryrkjar væru umvörpum að ljúga sig á örorkubætur (og þar með til sárrar fátæktar) er ekkert meira en þetta; kenning fleygt fram að fólki sem er veikt af fátækraandúð og mannfyrirlitningu. Röfl Ronald Reagan um welfare queens hefur þúsund og milljón sinnum verið hrakið (þótt Borgarleikhúsið hafi sett upp leikverk byggð á þeirri firru og Kvikmyndamiðstöð styrkt gerð kvikmyndar um sama efni). Öll svik gagnvart hinu opinbera eru framin af hinum ríku, sem áætlað er að svíki um 80-100 milljarða króna undan skatti árlega, meira en tvöfalt það sem ríkið greiðir í örorkulífeyri til allra öryrkja. Erlendar rannsóknir benda til að hin allra ríkustu svíki að meðaltali um 1/3 tekna sinna undan skatti. Það gefur tilefni til að setja allt auðugt fólk undir stöðuga skattrannsókn, enda myndi sú vinna borga sig margfalt.

Leti Brynjars og annarra Sjálfstæðisflokksmanna er orðið mikið mein á Íslandi. Við þurfum t.d. að þola að þeir hafa ekki nennt að endurnýja sig hugmyndafræðilega og eru enn að tala út frá hugmyndaheimi nýfrjálshyggjunnar sem í öðrum löndum hefur verið lýst dauð og verið hent á öskuhauga, brennd þar eða urðuð. Hér hampa Sjálfstæðisflokksmenn líkinu, aldeilis ónæmir fyrir dauninum sem leggur af því.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: