- Advertisement -

Lestrarkeppni lokið

Landsleiknum Allir lesa lauk nú á sunnudag en Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg stóðu fyrir leiknum sem fór þannig fram að lesendur á öllum aldri skipuðu sig í lið sem síðast kepptust við að lesa sem mest á fjögurra vikna tímabili.

Keppt var í þremur flokkum, opnum flokki, vinnustaðaflokki og skólaflokki og var boðið upp á þrjár liðastærðir innan hvers flokks.

Landsleiknum laus á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, og liggja úrslit því fyrir.

Láki og félagar sigruðu í flokki liða með 3-9 liðsmenn. Liðsmenn lásu að meðaltali í 5 sólarhringa, 2 klst. og 20 mínútur. Liðið las jafnframt mest allra að meðaltali.

Landsleikurinn vakti mikla athygli og segir á Bókmenntavefnum að móttökurnar hafi verið framar björtustu vonum. Á þeim fjórum vikum sem leikurinn stóð yfir skráðu 4.236 einstaklingar í 326 liðum lestur upp á um 70.000 klukkustundir, sem samsvarar um átta árum af samfelldum lestri. Alls voru 8.544 bækur skráðar á vefinn.

Lestur eftir búsetu

Á endanum voru það Vestmannaeyjar sem stóðu uppi sem sigurvegari, með 21,8 klukkutíma meðallestur. Hveragerði, Djúpavogshreppur og Seyðisfjörður fylgja svo í kjölfarið. Reykjanesbær kemur líka sterkur inn með tvö sigurlið í skólaflokknum.

Sjá meira.

 

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: