- Advertisement -

Lesblindir enda í fangelsum

Hermundur Sigurmundssson. Skjáskot: Stöð2.

Það var fínt viðtalið sem Frosti Logason átti við Hermund Sigurmundsson. Hermundur benti á margar eftirtektarverðar leiðir til að styrkja menntun. Ekki síst drengja sem standa mun aftar en stúlkur.

Hermundur benti á að hlutfallslega séu ótrúlega margir fangar lesblindir. Jafnvel vel yfir sextíu prósent. Hvers vegna hefur ekki verið spurt. Eiga lesblindir þetta á hættu? Að verða utangarðs í samfélaginu?

Sextíu prósent er kannski of lág tala. Dæmi eru um að yfir níutíu prósent fanga séu lesblindir. Hvernig er þetta á Íslandi? Veit það nokkur? Er kannski öllum sama?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: