- Advertisement -

Léleg rök Áslaugar Örnu

Hallgrímur Óskarsson skrifar:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill leyfa áfengisauglýsingar af því að nokkrum erlendum aðilum tekst að brjóta bannið sem gildir hér á landi. Hvaðan kemur svona arfaslök röksemdafærsla? Af því einhver náði að smeygja sér í gegnum síuna þá skulum við ekki hafa neina síu. Hvað með önnur mál sem við bönnum og sumum tekst að smeygja sér framhjá? Hvað með prinsipp og festu? Hvað með það þegar hérumbil allir læknar staðfesta að þetta eykur unglingadrykkju og kostnað í heilbrigðiskerfi? Hvað með neikvæð áhrif lýðheilsu og heilbrigðiskostnað? Þetta eru ansi léleg rök sem Áslaug Arna setur fram því varla er hægt að flokka þetta á neinn annan máta nema sem ábyrgðarleysi og firringu. Ég á ungmenni sem segjast nær aldrei hafa séð áfengisauglýsingar þannig að bannið hefur virkað að mestu til þessa. Hér koma nær 20 fræðigreinar og tilmæli frá fagfólki sem öll þekkja málið betur en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir:

― ― ―
Sannað að áfengisauglýsingar ýta mjög undir áfengisneyslu ungmenna:
https://www.jsad.com/doi/10.15288/jsads.2020.s19.113

Þú gætir haft áhuga á þessum

Áfengisnotkun eykur líkur krabbameini:
https://eyjan.dv.is/…/segja-afengisfrumvarp-thorsteins-lei…/

Meiri skaði en áður var talið vegna áfengisneyslu:
https://www.landlaeknir.is/…/aukid-adgengi-ad-afengi-aukinn…

Meira að segja Rússar hafa nýlega bannað áfengisauglýsingar:
https://www.bbc.com/news/world-europe-18960770

BBC dáist að áfengislöggjöf Íslands:
http://www.visir.is/…/bbc-fjallar-um-hvernig-islendingar-fe…

Danskir fjölmiðlar hrifnir af Íslandi:
https://newsbreak.dk/island-har-fundet-kuren-mod-unges-mis…/

Fagfólk er á móti áfengisfrumvarpinu:
https://kvennabladid.is/…/20/a-ad-breyta-afengisloggjofinni/

20 þús manna félag ályktar gegn frumvarpi:
https://www.mbl.is/…/2017/03/16/lykta_gegn_afengisfrumvarpi/

Ráðlegging fagfólks:
http://www.visir.is/-i-gudanna-baenum-gerid…/…/2017170209115

Neikvæð áhrif:
http://www.ruv.is/…/afengisneysla-gaeti-aukist-um-40-prosent

Ráðleggingar fagfólks:
http://www.ruv.is/…/fraedistofnun-skytur-nidur-afengisfrumv…

Landlæknir með rök á móti (1):
http://www.visir.is/sorglegt-ad-afengisfrum…/…/2017170209597

Landlæknir með rök á móti (2):
http://www.visir.is/landlaeknir-um-afengisf…/…/2017170209083

Landlæknir með rök á móti (3):
http://www.visir.is/landlaeknir-a-moti-frum…/…/2015151029678

Aukið aðgengi jafngildir aukinni áfengisneyslu:
https://www.visir.is/g/2019190618900

Þrjár milljónir deyja af völdum áfengis:
https://www.mbl.is/…/thrjar_milljonir_deyja_af_voldum_afen…/

Mikil afturför í lýðheilsumálum:
http://www.foreldrasamtok.is/…/mesta-afturfor-i-lydheilsum…/


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: