- Advertisement -

Léku sér með fullveldi Íslands

Laugardagsgrein Styrmis Gunnarsson er góð að vanda. Hann hefur lesið bók Þórðar Snæs Júlíussonar um Kaupþing og gerir henni skil og hversu nærri Ísland var að spila frá sér sjálfstæðinu.

„Niðurstaða grein­ar­höf­und­ar af lestri þess­ar­ar bók­ar er sú, að þeir viðskipta­hætt­ir, sem þróuðust hér á fyrstu árum nýrr­ar ald­ar, án þess að gripið væri í taum­ana af hálfu op­in­berra aðila, hafi í raun stofnað sjálf­stæði þjóðar okk­ar í hættu,“ skrifar Styrmir.

Síðar í greininni stendur:

„Hverj­ir voru helztu fórn­ar­lömb þessa æv­in­týr­is?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Smátt og smátt er að koma bet­ur og bet­ur í ljós, að það voru al­menn­ir borg­ar­ar, sem höfðu það eitt til saka unnið að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið við mis­jafn­lega erfiðar aðstæður.

Og það er líka að koma bet­ur og bet­ur í ljós að af­leiðing­arn­ar fyr­ir þetta fólk voru ekki bara eignam­iss­ir og fjár­hags­vand­mál held­ur líka í of mörg­um til­vik­um heilsu­brest­ur.

Það er kom­inn tími á að beina at­hygl­inni að mál­efn­um þessa fólks eins og Hags­muna­sam­tök heim­il­anna hafa gert ít­rekaðar kröf­ur um en ekki verið hlustað á.

Smáþjóðir geta misst sjálf­stæði sitt vegna at­b­urða á borð við hrunið. Við sjá­um hvernig farið hef­ur verið með Grikki. Þeir hafa sætt sví­v­irðilegri meðferð af hálfu þeirra, sem ráða ferðinni í Evr­ópu, sem sum­ir telja nán­ast glæp­sam­lega.

Það er hægt að skilja að rík­is­stjórn­ir og Alþingi hafi verið upp­tek­in við end­ur­reisn efna­hags­lífs þjóðar­inn­ar og ekki getað sinnt öllu í einu. En nú eru breytt­ir og betri tím­ar að sögn lands­feðranna og þá er komið að því verk­efni að ógn­ir að inn­an stofni ekki sjálf­stæði þess­ar­ar þjóðar í hættu á ný.“

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: