- Advertisement -

Lekabyttur á Alþingi?

„Ég hef ekki séð í endann á henni.“

„Ég er með fyrirspurn eða ábendingu til herra forseta og forsætisnefndar. Þannig háttar til að ýmsar skýrslur berast þinginu. Nú er einhver skýrsla komin til þingsins. Á henni virðist vera trúnaður. Hún fjallar um mál úti í samfélaginu. Engu að síður virðist vera að einstakir þingmenn geti farið í fjölmiðla og tjáð sig um skýrsluna, þeir hafa væntanlega séð hana. Hún hefur ekki borist í samgönguráðuneytið eða einstakar stofnanir sem myndu gjarnan vilja tjá sig,“ sagði samgönguráðherrann og formaður Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um framgöngu Samgöngustofu um WOW.

„Ég get sagt sem ráðherra samgöngumála að ég vildi gjarnan tjá mig um þessa skýrslu því að ég hef séð hana á vinnslustigi. Ég hef ekki séð í endann á henni en það var margt jákvætt þar sem fjallað var um stjórnsýslu samgönguráðuneytisins. Mér þykir mjög sérkennilegt að þingið skuli hafa það verklag uppi að trúnaður sé á skýrslu sem einstakir þingmenn virðast geta talað um en aðrir geta ekki tjáð sig um hana. Það getur ekki gagnast opinberri, skynsamlegri, gegnsærri umræðu í lýðræðissamfélagi að svo sé. Þess vegna er fyrirspurn mín sú hvort einhverjar verklagsreglur séu um trúnað hér í þinginu. Ábendingin er þá sú, ef þetta er svona, að skýrslur sem berast þinginu virðast leka út, hvort ekki þurfi að taka upp aðra verklagsreglu um að þær séu birtar um leið og þær berast þinginu (Forseti hringir.) þannig að aðrir geti líka tekið þátt í þeirri umræðu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: