- Advertisement -

Leituðu milljarðanna níu en fundu ekki

„Öryrkjabandalag Íslands kannast ekki við að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi varið níu milljörðum króna til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri-grænna, fullyrti í ræðustól Alþingis í vikunni að ríkisstjórninni væri alvara með kjör örorkulífeyrisþega því hefðu framlög til hópsins verið aukin um níu milljarða króna síðan hún tók við,“ segir á vef Öryrkjabandalagsins, obi.is.

„Til að gera langa sögu stutta, þá kannast öryrkjar hvorki við kjarabætur né aukinn kaupmátt eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. Níu milljarða kjarabætur Katrínar Jakobsdóttur finnast hvergi.

ÖBÍ hefur því óskað upplýsinga hjá ráðuneytum og skrifstofu VG vegna fullyrðingar forsætisráðherra.“

Sjá nánar hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: