Landbúnaður Guðni Ágústsson er ekki par hrifinn af framgöngu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra. Guðni mundar pennan í Morgunblaði dagsins það sem hann reynir að skýra sína skoðun á þessu máli. Í lok greinarinnar skrifar hann til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.
„Ég skora því á forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, að taka málin í sínar hendur með ráðherrum sínum og kalla bændur og fleiri hagsmunaaðila að samningaborði og forða okkur frá því að landbúnaðarframleiðslan verði fyrir þeim skakkaföllum sem nú virðist blasa við. Tækifæri eru nú á öllum sviðum fyrir íslenska landbúnaðarframleiðslu en brugðið getur til beggja vona eins og staðan er. Við þessar margþættu aðstæður og erfiðleika er þetta skylda forsætisráðherra að taka málið upp, verkefnin snúa að mörgum ráðuneytum og ráðherrum og flóknum viðfangsefnum. Oft var þörf en nú er nauðsyn að bretta upp ermarnar og marka landbúnaðarframleiðslunni og matvælalandinu Íslandi örugga von.“