Fréttir

Leita leiða til að koma í veg fyrir kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni

By Miðjan

March 19, 2024

Stjórnmál „Það er eitt af því sem við erum að skoða,“ seg­ir Óli Björn, en bend­ir á að hafa verði í huga svo­kölluð arms­lengd­ar­sjón­ar­mið sem í gildi eru. Banka­sýsl­an skipi stjórn bank­ans. Þingið geti ekki með bein­um hætti haft áhrif á ákv­arðanir stjórna sem eigi að vera sjálf­stæðar enda ekki æski­legt, sagði Óli Björn Kára­son alþing­ismaður í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Þannig svaraði hann þessari spurningu: Get­ur Alþingi brugðist við, t.d. með laga­setn­ingu um bann við viðskipt­un­um?

Óli Björn segir einnig:

„Kaup­in ganga gegn skýrri stefnu rík­is­stjórn­ar um að draga úr þátt­töku rík­is­ins á fjár­mála­markaði. Það er um­hugs­un­ar­vert fyr­ir alla, bæði þá sem eru á fjár­mála­markaði og þá sem sitja á Alþingi, hvernig stjórn­ir ein­stakra rík­is­fyr­ir­tækja, úr­sk­urðar­nefnd­ir og emb­ætt­is­menn eru í raun búin að taka sér svo mik­il völd að kjörn­ir full­trú­ar eiga litla sem enga mögu­leika á að fram­fylgja póli­tískri stefnu, eins og í þessu tifelli,“ sagði Óli Björn Kára­son alþing­ismaður í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Óli Björn seg­ir það einnig áhyggju­efni að stjórn rík­is­fyr­ir­tæk­is, þ.e. Lands­bank­ans, hafi að engu stefnu­mörk­un stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem og yf­ir­lýs­ingu fjár­málaráðherra um að hon­um hugnaðist ekki að Lands­bank­inn keypti TM.

„En það er um­hugs­un­ar­vert þegar stjórn geng­ur í ber­högg við yf­ir­lýsta póli­tíska stefnu­mörk­un, bæði sitj­andi rík­is­stjórn­ar og ráðherr­ans sem fer með hluta­bréfið í bank­an­um. Það geng­ur ekki. Það kann að vera að eina ráðið sem við höf­um sé að setja sér­stök lög sem leggja bann við kaup­un­um, en það ork­ar þó tví­mæl­is. Þetta er hluti af miklu stærra vanda­máli. Búið er að fram­selja of mikið vald frá kjörn­um full­trú­um til emb­ætt­is­manna, stjórna rík­is­fyr­ir­tækja, úr­sk­urðar­nefnda o.s.frv. Þetta krefst allt end­ur­skoðunar,“ seg­ir Óli Björn í fréttaviðtali Moggans.