- Advertisement -

Leikþáttur Ólafs Ólafssonar

Björn Bjarnason.
 „Hann breytir sögu sinni ekki gagnvart þeim hér á landi sem þekkja hana.“

„Þingnefndin ætti að senda frá sér greinargerð um meðferð sína þessu máli og hvaða ástæður lágu í raun að baki samþykkt hennar um að taka á móti Ólafi,“ skrifar ráðherrann fyrrverandi, Björn Bjarnason, á síðu sína, bjorn.is.

Hann er ekki sáttur við að Ólafur hafi fengið að mæta fyrir allsherjarnefnd.

En hvað vakti fyrir Ólafi. Björn svarar því: „Líklegt er að Ólafur hafi beðið um fundinn með þingnefndinni til að ganga í augun á erlendum viðskiptafélögum og bönkum vegna frásagnarinnar sem hann hefur hannað út á við í tilefni af skýrslu rannsóknarnefndar alþingis vegna Búnaðarbankans. Hann breytir sögu sinni ekki gagnvart þeim hér á landi sem þekkja hana.“

Ef þetta er rétt hjá Birni, tókst Ólafi að nota allsherjarnefnd Alþingis til þess að fegra eigin mynd, út á við. Að nefndin hafi gerst leiksoppar Ólafs.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: