- Advertisement -

Leikskólum lokað fyrr / þrengt að fjölskyldum

„Því er ekki lagt til að þær breytingar sem ákveðnar hafa verið á opnunartíma leikskóla séu staðfestar í borgarráði heldur verði áfram um þær fjallað á vettvangi neyðarstjórnar,“ segir í bókun meirihluta borgarráðs um skerta þjónustu í leikskólum, þeim verður lokað fyrr. Meirihlutinn vill, samkvæmt þessu, ekki að borgarráð skipti sér af breytingunum.

Sanna Magdalena Mörtudóttur Sósíalistaflokki bókaði: „Í jafnréttismati sem tengist annarri en þó keimlíkri tillögu, þ.e.a.s. tillögu um að stytta almennan opnunartíma leikskóla borgarinnar um hálfa klukkustund til lengdar, kemur fram að „Af þeim foreldrum sem kaupa dvalartíma eftir 16:30 telja 62% að það verði erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttum opnunartíma og 59% foreldra eru frekar eða mjög mótfallnir fyrirhugaðri breytingu.“ Hér er í raun um sambærilegar tillögur að ræða þó að tímalengd þeirra sé ekki sú sama. Staða foreldra breytist varla til hins betra þegar að erfið staða er komin upp í samfélaginu og mikilvægt er að mæta þeim sem sjá sér ekki fært að geta sótt börn sín úr leikskóla klukkan 16:30. Í staðinn fyrir að stytta opnunartíma leikskólanna telur fulltrúi sósíalista mikilvægt að aðrir þættir séu skoðaðir til þess að bjóða upp á órofna þjónustu á tímum heimsfaraldurs.“

Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins: „Skertur opnunartími mun ekki síður koma niður á foreldrum með takmarkaðan sveigjanleika í starfi og þeirra sem koma langa leiðir til að sækja vinnu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: