- Advertisement -

Leikritið sjálft er magnað en meðferð leikhússins á því ekkert síðri

Fór á sýningu á Kettinum út í Berlín árið 1963, að mig minnir. Í minningunni var það áhrifamikil sýning. Þessi er magnaðri.

Þröstur Ólafsson.

Þröstur Ólafsson skrifaði:

Mér er illa sætt í stólnum eftir að hafa notið magnaðrar sýningar á leikriti Tennese Williams, Köttur á heitu blikkþaki, í Borgarleikhúsinu í gærkveldi.

Leikritið sjálft er magnað en meðferð leikhússins á því ekkert síðri. Sýningin er ein samfellt þung ádeila á mannlega græðgi og öllum þeim lygaflækjum sem spinna þarf utan um slíka ágirnd til að reyna fá henni fullnægt. Fyllibyttan stendur lengi ein án þátttöku í brjálæðinu en hefur þurft að ljúga að sjálfum sér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fór á sýningu á Kettinum út í Berlín árið 1963, að mig minnir. Í minningunni var það áhrifamikil sýning. Þessi er magnaðri. Hef haft það á orði að mér finnast íslensku atvinnuleikhúsin gera allt of lítið af að setja á svið eldri klassísk leikrit heimsbókmenntanna. Þar finnum við manneskjuna nakta í allri sinni mennsku fátækt, líkamlegu og andlegu grimmd. Færri íslenska vonarneista.

Í Þjóðleikhúsinu á dögum Guðlaugs var gluggi leikhússins til erlendra klassískra leikverka opnaður mun meira út í heim en nú er. Það skyldi þó ekki vera svo að nútíma samfélag greinist oft betur í gegnum klassísk erlend leikverk en nútíma leiktilraunir, þó þær þurfi einnig að vera á dagskrá.

Meiri klassísk heimsverk! Þökkum frá mér fylgir hvatning til allra að gera sér ferð í Borgarleikhúsið og sjá þessa mergjuðu sýningu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: