- Advertisement -

Leikföng sem skaða börn

- heyrnarskaði barna hefur aukist, ekki síst vegna leikfanga

Mörg dæmi eru um leikföng sem skaða börn, sökum hávaða sem kemur frá leikföngunum.

„Það er erfitt að gera sér grein fyrri hversu skaðleg áhrif hávaði í leikföngum hefur á heyrn barna, til lengri eða skemmri tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að börnin koma til með að heyra hávaðann frá leikfanginu oft á dag,“ segir á heimasíðu Neytendastofu.

Þar kemur fram að evrópsk rannsókn sýndi að af þeim 389 leikföngum sem send voru á prófunarstofu voru 38 sem stóðust ekki kröfur um hávaðamörk

Þau leikföng sem komu verst út voru blástursleikföng og leikfangabyssur. Neytendastofa skoðaði yfir 60 tegundir af leikföngum hér á landi og voru 17 af þeim prófuð. Leikföngin sem Neytendastofa kannaði á íslenskum markaði komu öll vel út og stóðust allar kröfur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Heyrnaskaði meðal barna hefur aukist enda er það svo að einn afmarkaður hávaði frá leikfangi getur orsakað það að barn tapar heyrn á ákveðnu hljóðsvæði og varanlegum skaða á heyrn. Mismunandi hávaðamörk eru eftir leikföngum og flokkun þeirra en hljóð yfir 85 decibel getur skaðað heyrn barna. Því hærra hljóð því styttri tíma getur það tekið til að valda heyrnaskaða t.d ef hljóð mælist um 85 decibel í 8 klukkustundir getur það valdið skaða en ef hljóðið mælist yfir 110 decibel þá getur það tekið einungis 15 mín,“ segir á síðu Neytendastofu.

Hér er hægt að lesa umfjöllunina í heild sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: