- Advertisement -

Leikföng í stað lyftara?

Tómas Guðbjartsson skrifar:

Það er sko allt í geggjuðum gír hérna á LSH. Náðum einni opinni hjartaaðgerð í vikunni – en frestuðum fjórum vegna plássleysis á gjörgæslu. Í þeim hópi voru nokkrir sjúklingar sem var frestað í fjórða skipti. Spurning hvort við hefðum náð tveimur aðgerðum ef fjármálaráðuneytið hefði ekki fyrir mistök sent okkur leikfangabíla í stað lyftara? Krossum fingur að McKinsey pikki þetta ekki upp í næstu úttekt á framleiðni spítalans. Á meðan Róm brennur er gott fyrir hjartaskurðlækna að geta leikið sér á göngunum – og náð þannig hugarró. Verra með sjúklingana – sem ekki er skemmt – og ljóst að meira þarf til en bara barbí-leikföng svo brúnin á þeim lyftist.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: