- Advertisement -

Leigufélagið Alma stórhækkar leiguverð

Ég spyr ætla stjórnvöld enn og aftur að horfa átölulaust á þetta ofbeldi sem leigjendur þurfa að þola án þess að grípa til aðgerða til hjálpar þessu fólki?

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Ég sagði frá því fyrir ári síðan að einstæð móðir hefði sent mér tölvupóst um að Alma leigufélag hefði verið að hækka hjá henni leiguna um 31.000 krónur en leigan fór úr 199.000 kr. í 225.000 kr.

En rétt er að geta þess að þessir leigusamningar hjá Ölmu leigufélagi eru vísitölutengdir og hækka því í hverjum einasta mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Villi Birgis:

Þessi einstæða móðir hefur leigt hjá Ölmu í 2 ár en í byrjun leigði hún á 190.000 kr. og núna tveimur árum seinna er leigan að fara í 267.000 kr. og hefur því hækkað um 77.000 kr. á mánuði eða sem nemur 40,5% sem er langt umfram hækkun á vísitölunni.

Nú fékk þessi sama einstæða móðir tilkynningu frá Ölmu leigufélagi um að enn og aftur eigi að hækka leiguna hjá henni. En bara verðtrygging á leigusamningnum hennar hefur gert það að verkum að leigan hefur hækkað úr 225.000 kr. í 245.289 kr. eða sem nemur 9% á 12 mánaða tímabili.

Þessi vísitöluhækkun er ekki nóg fyrir Ölmu leigufélag því nú hefur henni verið tilkynnt að ef hún vilji endurnýja leigusamninginn þá fari leigan í 267.000 kr. á mánuði og hefur leigan því hækkað á 12 mánuðum um 42.000 kr. Eða sem nemur tæpum 19% eða um 10% meira en neysluvísitalan hefur hækkað um síðustu 12 mánuði.

Þessi einstæða móðir hefur leigt hjá Ölmu í 2 ár en í byrjun leigði hún á 190.000 kr. og núna tveimur árum seinna er leigan að fara í 267.000 kr. og hefur því hækkað um 77.000 kr. á mánuði eða sem nemur 40,5% sem er langt umfram hækkun á vísitölunni.

Ég spyr ætla stjórnvöld enn og aftur að horfa átölulaust á þetta ofbeldi sem leigjendur þurfa að þola án þess að grípa til aðgerða til hjálpar þessu fólki? Aðgerðaleysi þeirra gagnvart leigjendum og vanda heimilanna er æpandi.

Ég spyr líka hvernig Festa lífeyrissjóður hafi yfir höfuð haft samvisku til að fjárfesta fyrir 3 milljarða í leigufélagi sem níðist svona á leigjendum. En eftir því sem ég best veit er þessi einstæða móðir að greiða til Festu lífeyrissjóðs. En rétt er að geta þess að félagsmenn VLFA greiða flestir til Festu lífeyrissjóðs og ég krefst þess að lífeyrissjóðurinn selji þessi skuldabréf í þessu leigufélagi.

Ég krefst þess einnig að stjórnvöld komi leigjendum og heimilum þessa lands til aðstoðar án tafar því það verður að stoppa af þessa græðgivæðingu sem tröllríður íslensku viðskiptalífi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: