Leigja allan kvótann og fá þannig 900 milljónir á ári
Eskja á Eskifirði býr við þá stöðu að fá til sín á hverju ári allt að 950 milljónir króna í leigutekjur af kvóta á hverju ári. Þetta gerist ár eftir ár. Eskja á ekki bát og ekki heldur fiskvinnslu til að veiða og vinna þau rúmlega fjögur þúsund tonn af bolfiski sem fyrirtækið „á“.
Eskja vistar kvótann á Jóni Kjartanssyni SU. Sá fiskar ekki botnfisk. Er ekki búinn til þeirra veiða. Kvótinn er þess í stað leigður út og suður.
Botnfiskskvóti Eskju er mjög verðmætur. Kostar sennilega um ellefu milljarða og árlegar leigutekjur Eskju eru trúlega frá 700 til 950 milljónir króna.
Byggt á fréttaskýringu á aflafrettir.is.
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn