- Advertisement -

Leiftursókn gegn velferð

Augnakarl Hannesar Hólmsteins og Sjálfstæðisflokksmanna Jair Bolsonaro forseti Brasilíu ætlar að hrinda í framkvæmd ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um niðurbrot velferðarkerfisins. Sjálfstæðismenn ályktuðu um að skera opinber útgjöld niður úr 45% af landsframleiðslu niður í 35%. Það jafngildir um 275 milljörðum árlega, mætti kalla leiftursókn gegn velferð. Paulo Guedes, nýfrjálshyggjuhagfræðingur, bankamaður og efnahagsráðherra Bolsonaro, ætlar að skera skatta í Brasilíu niður úr 36% af landsframleiðslu í 20%. Það er ekki að spyrja af mannhatri nýfrjálshyggjunnar. Og ekki að undra að andmannúðarsinnar á borð við Hannes og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum séu yfir sig ánægðir með Bolsonaro.

Úr samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins:

Útgjöld ríkisins hafa vaxið frá síðustu kosningum á vakt Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir skattalækkanir. Árið 2016 námu opinber útgjöld 45% af landsframleiðslu. Í þessu felst að stjórnmálamenn eyddu næstum því annarri hverri krónu sem landsmenn öfluðu. Þessi staða er óásættanleg.

Nauðsynlegt er að koma böndum á frekari útþenslu hins opinbera og varða leiðina í átt að eðlilegu jafnvægi milli opinberra útgjalda og svigrúms almennings til að ráða sínu fé. Fjármálastefna hins opinbera leiðir fram áherslur stjórnmálanna á hverjum tíma. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins verður stefnt að því að útgjöld hins opinbera verði ekki hærri en 35% af landsframleiðslu árið 2025.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skarpari sýn á hlutverk hins opinbera felur í sér að verkefnum sem nú eru á forræði opinberra aðila verður ýtt út af borðinu. Almenningur mun ekki lengur bera kostnaðinn af þeim með skattgreiðslum sínum. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins verður á næstu árum dregið verulega úr umsvifum ríkisins og forgangsraðað í þágu grunnþjónustu.

Og síðar:

Sjálfstæðisflokkurinn telur að selja eigi ákveðnar ríkiseignir s.s. eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, Landsbanka, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Íslandspósti og annan samkeppnisrekstur. Öll söluferli verða að vera opin og leikreglur skýrar. Þá er rétt að leggja niður ÁTVR og RÚV í núverandi mynd.

Ráðast þarf í úttekt á hagkvæmni húsnæðis ríkisstofnana og að ríkið selji í framhaldinu allar þær fasteignir sem ekki eru nauðsynlegar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: