„Erum í Leifsstöð. Þar sem við fljúgum ekki með Icelandair núna er engin Lounge. Og þvílík drullu þjónusta sem er í boði á þessum tíma. Bara Mathúsið opið og eina sem hægt var að fá fyrir utan það sem var tilbúið í kælinum var pitsa. Eg ætlaði að þá að henda mér í pitsuna. En þegar afgreiðslumaðurinn hnerraði í bláu hanskana og fór svo beint í að búa til pitsuna þá missti ég andlitið. Fékk mér eina samloku og pepsi max og borgaði 2000 kr fyrir herlegheitin. En lífið er yndislegt,“ skrifar einn kunningjum Miðjunnar rétt í þessu.