Greinar

Leiður á að borga áttatíu prósent í skatt

By Miðjan

December 27, 2022

Leiður á að borga 80 prósent í skatt

Dagþór Haraldsson, sem starfar sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn, skrifar fínar grein sem birt er í Mogga dagsins.

Ráðherr­arn­ir Will­um Þór og Guðmund­ur Ingi brugðu á leik hinn 5. des­em­ber sl. Sam­kvæmt kvöld­frétt­um á rúv voru þeir með glæru­sýn­ingu á Hót­el Hilt­on með „tilþrif­um“ eins og rúv orðaði það. Boðskap­ur­inn var: „Gott að eld­ast“. Mark­mið þeirra er að: Auka lífs­gæði, bæta heilsu og auka virkni! Þetta átti að ske með „samþætt­ingu atriða“ og þess­um ferli átti að ljúka eft­ir fjög­ur ár! Þess­ir tveir ráðherr­ar hljóta að vera gjör­sam­lega sam­bands­laus­ir við þann veru­leika sem rík­is­stjórn­in á sök á.

Ég skrifaði grein í Morg­un­blaðið 31. maí sl. und­ir fyr­ir­sögn­inni „Seld­ur man­sali“ og önn­ur grein birt­ist 13. ág­úst sl. und­ir fyr­ir­sögn­inni „Raun­ir gaml­ingj­ans“. Báðar þess­ar grein­ar sner­ust um hvaða áhrif skerðing­arn­ar hafa á líf og at­vinnuþátt­töku elli­líf­eyr­isþega. Í seinni grein­inni sýndi ég fram á að sé unnið fyr­ir 500 þús. um­fram leyfi­leg­ar 200 þús. á mánuði held­ur elli­líf­eyr­isþeg­inn í mínu dæmi eft­ir um það bil 20% af um­fram­tekj­un­um. Til hins op­in­bera fara 190 þús. (skatt­ar) og elli­líf­eyr­isþeg­inn fær eng­an elli­líf­eyri leng­ur, sem var 212 þús. Sem sé: Hag­ur líf­eyr­isþeg­ans batn­ar um 98 þús. en hins op­in­bera um 402 þús.

Ég hef verið á vinnu­markaði sam­fellt síðan ég var 16 ára og alltaf greitt í líf­eyr­is­sjóð (verð 73 á næsta ári). En þess­ar greiðslur hafa verið til „al­mennra“ líf­eyr­is­sjóða, sem ekki eru með rík­is­tryggðri verðtrygg­ingu, og þess­ir al­mennu sjóðir mín­ir fóru illa í fjár­málakrís­unni 2008. Sem bet­ur fer eru nokkr­ir sam­starfs­fé­lag­ar á svipuðum aldri sem ekki þurfa að hugsa um þetta. Þeir voru svo lán­sam­ir að vera hjá rík­is­tryggðum líf­eyr­is­sjóðum (á ábyrgð al­mennra skatt­borg­ara) þannig að greiðslur til þeirra eru það háar að þeir eiga ekki rétt á líf­eyri frá TR. Þeir borga bara skatt­inn eins og all­ir verða að gera. Þeir eiga sem sé 62% eft­ir skatt af sínu aukna vinnu­fram­lagi.

Núna er ég bú­inn að fá nóg af því að láta hið op­in­bera hirða 80% af mín­um auknu at­vinnu­tekj­um, þannig að héðan í frá vinn ég ein­ung­is fyr­ir 200 þús. á mánuði og hið op­in­bera tap­ar 190 þús. kr. skatt­tekj­um og verður að fara að borga mér elli­líf­eyri upp á nýtt.

Það sem þess­ir vernd­ar­ar „eldra fólks“ ekki skilja þrátt fyr­ir þeirra eig­in glæru­sýn­ingu er að með skerðing­ar­kerf­inu sem er núna í gangi eru þeir þvert á móti að vinna gegn þess­um mark­miðum sem þeir þykj­ast ætla að ná eft­ir fjög­ur ár. Já, fjög­ur ár. Þessi sýn­ing var hreint út sagt hlægi­leg.

Vert er að minn­ast á að á forsíðu Morg­un­blaðsins 13. ág­úst var grein sem hét: „Við þurf­um fleiri eldri borg­ara út á vinnu­markaðinn“. Leyfið okk­ur, á þess­um lé­legu líf­eyr­is­sjóðsgreiðslum, ein­fald­lega að vinna án þess­ar­ar skerðing­ar, sem núna fær­ir hinu op­in­bera 80% af okk­ar aukna at­vinnu­fram­lagi. Hið op­in­bera fær þá skatt­ana í sinn vasa og við auk­um lífs­gæði, bæt­um heilsu og auk­um virkni. Ein­falt og þarf ekki að taka fjög­ur ár.