Mannlíf

Leiðsögn um útilistaverkin í Viðey

By Miðjan

July 07, 2014

Heiðar Kári Rannversson, dagskrárstjóri Listasafns Reykjavíkur,leiðir göngu um útilistaverkin í Viðey en þar er að finna auk Friðarsúlu Yoko Ono verkið Áfanga eftir hinn kunna bandaríska myndlistarmann Richard Serra. Gangan hefst kl. 19.30 við Viðeyjarstofu og tekur um eina og hálfa klukkustund. Leiðsögnin fer fram á íslensku, hún er ókeypis og öllum opin.

Á þriðjudagskvöldum eru aukaferðir til Viðeyjar frá Skarfabakka  kl. 18.15 og 19.15. Siglt er frá Viðey kl. 22. Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.100 kr. fyrir fullorðna og 550 kr. fyrir börn 7–15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt er fyrir 6 ára og yngri.