- Advertisement -

Leiðréttingin: Tekjuhæstu fá tífalt meira

Sprengisandur „Ég er með upplýsingar um að gert sé ráð fyrir að þrjátíu prósent heimila sem hafa mestar tekjurnar fái 51 milljarð af þessum áttatíu og þrjátíu prósent heimilanna sem hafa minnstar tekjurnar fái fimm milljarða,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjáralaganefnd Alþingis, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun.

Hún og Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, tókust á um margt og þar á meðal um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar.

Vigdís sagði fyrri ríkisstjórn ekki hafa sett á bankaskattinn sem núverandi ríkisstjórn. Oddný sagði að vilji hafi verið til þess en skattstofnin hafi verið óviss þar til árið 2013.

Varðandi bankaskattinn sagði Oddný, „…við höfum við gagnrýnt hvernig honum var varið. Ég bíð spennt eftir að fá að sjá hvernig skiptin var eftir tekjuhópum, eftir skuldum heimila, eftir landssvæðum. Það hefur ekki komið fram. Ég er með upplýsingar um að gert sé ráð fyrir að þrjátíu prósent heimila sem hafa mestar tekjurnar fái 51 milljarð af þessum áttatíu og þrjátíu prósent heimilanna sem hafa minnstar tekjurnar fái fimm milljarða. Þessi aðgerð ýtir undir misrétti.“

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér má heyra viðtalið við þær Oddnýju og Vigdísi.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: