- Advertisement -

Leiðrétta á búsetuskerðingarnar strax. Ekki þarf neinar fjárheimildir

En hvernig er með ráðherra ríkisstjórnarinnar? Tala þeir ekki saman.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Hvernig stendur á því að félagsmálaráðherra segir á alþingi, að beðið sé eftir fjárheimildum svo unnt sé að leiðrétta búsetuskerðingar öryrkja en fjármálaráðherra segir að ekki þurfi neinar fjárheimildir, þar eð um lögbundin réttindi sé að ræða!

Að sjálfsögðu þarf engar fjárheimildir til þess að greiða út lögbundin réttindi. Búsetuskerðingarnar eru eins og lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði verið skorinn niður fyrir mistök.

Að sjálfsögðu þyrfti þá engar sérstakar fjárheimildir til þess að leiðrétta þau lögbundnu réttindi á ný.

En hvernig er með ráðherra ríkisstjórnarinnar? Tala þeir ekki saman. Þeir tala í sinn hverja áttina. Er ekki tímabært að þeir hætti þessum skollaleik og TR greiði strax út leiðréttingu búsetuskerðinga. Þessar skerðingar hafa þegar valdið öryrkjum nægilegri kjaraskerðingu og óþægindum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: