Björn Birgisson í Grindavík er seigur. Hann skrifaði öllum þingmönnum síns kjördæmis:
„Sendi öllum þingmönnum Suðurkjördæmis þessa spurningu:
*******
Reiknar þú með að gefa kost á þér til áframhaldandi þingsetu í næstu kosningum til Alþingis?
Allir þingmenn Suðurkjördæmis spurðir – tekið fram að svörin væru til birtingar.
Hér koma svör þeirra sem vildu tjá sig:
*******
Karl Gauti Hjaltason (M):„Ég tel það einboðið.“
*****
Oddný G. Harðardóttir (S):„Ég hef ekki rætt þetta við fjölskyldu mína eða stuðningsmenn í kjördæminu og svara því engu um þetta núna.“
*****
Vilhjálmur Árnason (D):„Það er ekki tímabært að gefa neitt upp um það núna. Ég er bara fullur eldmóðs í að klára það sem ég var kosinn til síðast.“
*****
Ásmundur Friðriksson (D):Sá spurninguna, en kaus að svara henni ekki.
*****Páll Magnússon (D):Sá spurninguna, en kaus að svara henni ekki.
*****
Silja Dögg Gunnarsdóttir (B):„Ég hef sannast sagna ekki hugmynd um það. Kemur í ljós þegar nær dregur.“
*****
Smári McCarthy (P):„Mér finnst ekki tímabært að segja af eða á. Margt getur gerst á einu ári. Bæði er margt spennandi hægt að gera utan þings, en líka mikil vinna eftir innan þings. Sjáum til.“
*****
Ari Trausti Guðmundsson (V):„Hef ekki íhugað það að neinu marki.“
*****
Birgir Þórarinsson (M):„Já.“
*****
Sigurður Ingi Jóhannsson (B):Sá spurninguna, en kaus að svara henni ekki.“
Svörin eru svona og svona. Athygli vekur að Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon og Sigurður Ingi svara allir nákvæmlega eins: „Sá spurninguna, en kaus að svara henni ekki.“ Leiðindakarlar.