Leiðari Moggans í dag:
„Sé einhver alvara á bak við þær umræður sem átt hafa sér stað á hinum pólitíska vettvangi um að laga rekstrarumhverfi smærri útgerða þá er það vel hægt og kallar ekki á fleiri skýrslur eða annað sem gæti tafið slíkar aðgerðir. Það sem nefnt er hér að ofan er einfalt að leysa.
Ef til vill gefa þingmenn sér tíma til að ræða þessi mál og jafnvel taka afstöðu til þeirra og grípa til aðgerða þegar þing kemur saman síðar í mánuðinum. Þeir geta í það minnsta ekki lengur velkst í vafa um hverjar afleiðingar aðgerðaleysisins eru.“
Þarna leyfðum við okkur að vera með smáútúrsnúning. Einkum vegna þess að þegar mál eru viðkvæm og krefjast pólitískt þor eru mál sett í nefndir, helst nógu fjölmennar til að þæfa umræðuna. Hið minnsta kaupir ráðafólk sér frest.
Svona voru lok leiðara Moggans, óbreytt:
„Sé einhver alvara á bak við þær umræður sem átt hafa sér stað á hinum pólitíska vettvangi um að laga rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla þá er það vel hægt og kallar ekki á fleiri skýrslur eða annað sem gæti tafið slíkar aðgerðir. Það sem nefnt er hér að ofan er einfalt að leysa, en að auki væri sjálfsagt að fara sömu leið í skattlagningu og gert er víða erlendis, þar sem áskriftir dagblaða og netmiðla eru undanþegnar virðisaukaskatti. Einnig það er sáraeinföld aðgerð.
Ef til vill gefa þingmenn sér tíma til að ræða þessi mál og jafnvel taka afstöðu til þeirra og grípa til aðgerða þegar þing kemur saman síðar í mánuðinum. Þeir geta í það minnsta ekki lengur velkst í vafa um hverjar afleiðingar aðgerðaleysisins eru.“