Bjarni Benediktsson efnahagsmálaráðherra lætur sem sér komi ekki við hin miskunnarlausastaða sem er í efnahagsmálum. Merkilegt alveg hreint.
Með aðgerðarleysi eða vanmætti Bjarna og ríkisstjórnarinnar er búið að ákveða að leiða fjölskyldur, kannski nokkur þúsund til eignamissis. Við vitum öll að margar fjölskyldur ná ekki að bjarga sér í flóði síhækkandi skulda. Enn og aftur verður fótunum kippt undan fjölskyldum sem mun ekki ráða við verðbólguna og óstjórn efnahagsmála. Það er sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu tilbúnir að böðlast á fólki. Miskunnarlaust.
„Þeir vita mæta vel að þeir eru að fara að fórna heimilum einhverra fjölskyldna í landinu eins og eftir efnahagshrunið. Fólk mun ekki geta staðið undir margfaldri greiðslubyrði. Þeir vita líka að þeir eru að ýta fólki út í eitraðan kokteil verðtryggingar. Þetta er allt með ráðum gert,“ sagði Inga Sæland á mbl.is í dag.
„Stóra fréttin í dag er að fjármálaráðherra sé búinn að kasta frá sér ábyrgð á efnahagsmálum. Vegna þess að hann fullyrðir að það sé ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgunni heldur hlutverk seðlabankans,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á sama stað og af sama tilefni.
Ríkisstjórnin er búin að vera. Þau verða að játa vanmátt sinn.
-sme